Islandsforeningen i Sør-Norge

Velkomin á heimasíðu félagsins

Íslendingafélagið skal standa fyrir þjóðhátíðarskemmtun ár hvert og þorrablót skal einnig vera fastur liður á dagskránni svo og auðvitað jólaball og aðrar samkomur sem hafa það markmið að auka tengsl félagsmanna. Með virku félagslífi og þátttöku félagsmanna getur félagið boðið upp á ýmsa aðra skemmtun eða annað sem félagsmenn hafa áhuga á.

Félagið skal hafa það að markmiði að efla samheldni og félagslíf og vinna að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna. Allir Íslendingar búsettir í Noregi geta gengið í félagið. Einnig geta aðrir sem sýna íslenskum málefnum áhuga gengið í félagið.

Félagið sendir út tilkynningar til félagasmanna og annarra í gegnum Facebook síðuna og reynir eftir bestu getu að láta félaga vita af því þegar íslenskir viðburðir eiga sér stað í nágrenninu. Öll starfsemi félagsins er unnin í sjálfboðavinnu af 7 manna stjórn.